Fréttir

Skólasetning

Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst kl. 10.00 á Breiðdalsvík. Skólarútan mun fara frá Stöðvarfirði kl. 9.30 og til baka kl. 11.00. Hlíðar mun hefja skólaakstur á Gilsárstekk rétt fyrir kl. 9.30 þennan dag, næstu stopp hjá honum verða Heydalir, Staðarborg, Fell og Gljúfraborg. Skólahald hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst. Foreldrar eru velkomnir á skólasetninguna en vegna sóttvarna viljum við biðja foreldra um að bera grímu og huga að fjarlægðartakmörkunum.
Lesa meira

Frístundarlok

Í vetur hafa yngri börnin verið í frístund eftir skóla. Þar hafa þau verið þar til skóladegi eldri nemenda lýkur.
Lesa meira

Vordagar - skipulag

Miðvikudagurinn (Seyðisfjörður) kl. 8.30 Brottför frá Breiðdalsvík kl. 9.30 Franska safnið á Fásk. heimsótt og í kjölfarið er nestið borðað kl. 10.30 Haldið á Seyðisfjörð, þar sem við fáum kynningu á hernáminu og skoðum vegsummerki eftir skriðuföllin kl. 13.30 Hlaðborð á Aski Pizzeria á Egilsstöðum og eftir það er haldið heim á leið Fimmtudagur (Stö
Lesa meira

Sundkennsla

Sundkennslan hefst þriðjudaginn 4. maí n.k. og verður í sundlauginni á Stöðvarfirði. Að þessu sinni náum við bara 5 kennsludögum (og því enn mikilvægara að nýta dagana vel). Við ætlum að fella sundið inn í stundaskrá nemenda, eins og s.l. haust og því verður ekki leng
Lesa meira

Útivinna

Undanfarna þrjá smíðatíma hjá Miðstigi höfum við notað til að dytta að útikennskustofunni á Stöðvarfirði.
Lesa meira

Vesúvíus

Nemendur í 1. – 4. bekk hafa verið að læra um Rómaveldi til forna í samfélagsfræði og því tengdu fjölluðum við um eldfjallið Vesúvíus og hvernig gos þess gjöreyddi borginni Pompeii.
Lesa meira

Skólahald eftir páska

Eftir páskafrí hefst skólastarf að nýju, með ákveðnum takmörkunum. Starfsemi leikskólans hefst á þriðjudegi og grunnskólans á miðvikudegi kl. 8.00 skv. stundaskrá (starfsdagur er í grunnskólanum á þriðjudegi). Leikskólar Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi Foreldrar og aðstan
Lesa meira

Skíðaferð

Skólinn fór í skíðaferð í Oddsskarð sl. miðvikudag og veðrið lék við skíðafólkið á meðan það renndi sér.
Lesa meira

Enginn titill

Nemendur á Yngsta stigi hafa verið að þæfa ull í samfélagsgreinum að undanförnu.
Lesa meira

Danskennsla

Í næstu viku verða hjá okkur danskennarar og kenna nemendum dans. Þetta verða 4 danstímar og stendur hver í ca 40 mínútur. Kennt verður í íþróttahúsum skólans mánudag til fimmtudags. Kennarar eru Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi og eru margfaldir Íslandsmeistarar í dönsum. Svo vill til að 9.bekkur er í samræmdum könnunarprófum á sama tíma (byrja kl. 8.30), en við ætlum að veita þeim aðstöðu í skólanum svo nemendurnir geti und
Lesa meira