Heyskapur

Þegar skóli á útikennslustofu einhversstaðar úti í náttúrunni er heyskapur og tiltekt eitt af fyrstu verkum nýs skólaars.

Nemendur á Stöðvarfirði fóru í morgun ásamt tveimur kennurum og slógu og hirtu blettinn í kringum útikennslustofuna sem stendur í skjólsælli lautu austan við Einarsstaðaá ytri. Einnig reyndu þeir sig í aflraunum og rifu upp jarðafasta steina með járnkarli, allt saman liður í því að slétta svæðið fyrir framan stofuna.

Eins og alltaf tókum við myndir og þær er að finna hér.