Nemendur 1. - 4. bekkjar eiga þess kost að koma í frístund að loknum skóla og dvelja til kl. 16.00. Þannig getur lengsta dvöl þar orðið frá 13:20 - 16:00 nema á föstudögum þar sem frístund hefst kl. 12:15. Frístundarsel er rekið í húsnæði skólans.
Gjaldskrá er samræmd fyrir frístundaheimili í Fjarðabyggð. Hún er endurskoðuð reglulega af bæjarstjórn Fjarðabyggðar og er foreldrum því bent á að kynna sér gjaldskrá frístundaheimila á heimasíðu Fjarðabyggðar. Frístundaheimilin eru lokuð í vetrar-, jóla-, páska- og sumarfríum grunnskólanna. Starfsemi frístundar tekur mið af aðstæðum hverju sinni og ekki er víst að hægt sé að uppfylla allar reglur Fjarðabyggðar (sjá hlekk, neðar).
Sími er 470-5570 á Breiðdalsvík og 475-9030 á Stöðvarfirði.