Gestanemendur

Eftirfarandi viðmiðunarreglur gilda varðandi gestanemendur við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla:

 

  • Nemendur sem eru í fríum í heimaskólum sínum eiga ekki að sækja tíma í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, enda sé þá verið að lengja skólaárið hjá þeim.

 

  • Börn sem eiga foreldri með fasta búsetu á Breiðdalsvík eða á Stöðvarfirði geta komið í tímabundnar heimsóknir í skólann að höfðu samráði við skólastjórnendur og kennara. Sótt skal um leyfi fyrir gestanemendur með a.m.k viku fyrirvara.

 

  • Nemandi verður að koma með eigið námsefni eða viðfangsefni við hæfi og íþróttaföt fyrir íþróttatíma.

 

  • Forsendur heimsóknar eru að hegðun nemandans valdi ekki truflun í bekknum.

 

  • Sérstakar ástæður þurfa að vera fyrir beiðni um lengri námsdvöl og þarf að sækja um hana til sveitarfélagsins v/kostnaðarþátttöku lögheimilissveitarfélags.