Gróðursett

Í dag er dagur íslenskrar náttúru og af því tilefni fóru þrjár stúlkur úr 7. og 8. bekk upp í brekkur fyrir ofan þorpið á Stöðvarfirði og gróðursettu tíu tré.

Gróðursetning trjánna er hluti af BRAS, Barnamenningarhátíðar á Austurlandi, en því miður voru ekki fleiri nemendur tiltækir í verkið þar sem stór hluti þeirra eldri er í valgreinum við Vekrmenntaskóla Austurlands á Neskaupstað.

Með í för var hundurinn Brútus sem þurfti á smá viðringu að halda eftir langa ferð úr Mosfellsbæ í gær.

Á næstu dögum verða svo gróðursett tré á Breiðdalsvík af sama tilefni og þá ættu fleiri nemendur að vera til staðar.

Hérna eru myndir, gjörið svo vel.