Í dag er dagur íslenskrar náttúru og af því tilefni fóru þrjár stúlkur úr 7. og 8. bekk upp í brekkur fyrir ofan þorpið á Stöðvarfirði og gróðursettu tíu tré.
Gróðursetning trjánna er hluti af BRAS, Barnamenningarhátíðar á Austurlandi, en því miður voru ekki fleiri nemendur tiltækir í verkið þar sem stór hluti þeirra eldri er í valgreinum við Vekrmenntaskóla Austurlands á Neskaupstað.
Með í för var hundurinn Brútus sem þurfti á smá viðringu að halda eftir langa ferð úr Mosfellsbæ í gær.
Á næstu dögum verða svo gróðursett tré á Breiðdalsvík af sama tilefni og þá ættu fleiri nemendur að vera til staðar.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is