Nú er fyrsta vika skólaársins að baki og allir virðast koma vel undan sumri. Fyrstu fjóra dagana var kennt á Breiðdalsvík því enn standa yfir framkvæmdir í skólahúsinu á Stöðvarfirði. Í dag, föstudag, fór skólastarf þó fram á báðum stöðum.
Eins og gengur var fyrsta vikan í frjálslegri kantinum því veðurblíðan var með eindæmum mikil og því ómögulegt að hanga inni alla daga.
Nenemdur og starfsfólk fóru í ýmiskonar ævintýraferðir; gönguferð um Breiðdalsvík, berjamór, fjallaganga upp í Drangagil í Breiðdal þar sem líka voru snæddir einhverjir lítrar af berjum og plöntuskoðunarferð í Nýgræðingi á Stöðvarfirði.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is