Í morgun sást dautt smáhveli liggja í fjörunni inni á Öldu og er þar líklega um grindhval að ræða.
Það er ekki hægt að láta hvalreka framhjá sér fara og því fór starfsfólk með nemendur inneftir til þess að skoða hræið. Nemendur skoðuðu hræið í bak og fyrir en leist þó ekkert á þá hugmynd illkvittinna kennara að nýta rekann til matar í skólanum. Ekki er víst hvort hvalurinn synti á land eða rak dauðun upp í fjöru. Þó eru á honum nuddsár sem benda til þess að hann hafi velkst eitthvað í flæðarmálinu.
Nemendur höfðu gaman af, eins og myndir úr leiðangrinum ber með sér.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is