09.12.2019
Nýlega buðu nemendur foreldrum sínum í aðventukaffi. Í tilefni þess skreyttu þeir jólatréð. Sjá myndir.
Lesa meira
09.12.2019
Mánudaginn 2. desember héldum við Jóladag, þar sem nemendur og foreldrar tóku þátt í 4 verkefnum (kertagerð, jólaskreytingu, piparkökuskreytingum, og laufabrauðsgerð). Vel tókst til og má sjá hér nokkrar myndir.
Lesa meira
29.11.2019
Mánudaginn 2. desember fer fram svokallaður Jóladagur í skólanum á Breiðdalsvík, þar sem nemendur, foreldrar og starfsfólk skólans undirbúa nokkrar starfsstöðvar með jólaföndri. Nemendur eru búnir að baka smákökur og boðið verður upp á kaffi og djús. Að þessu sinni verður boðið upp á fjórar starfsstöðvar: Kertagerð, laufabrauðsgerð, kertaskreyting og piparkökuskreytingar. Í lok dagsins fer fram tendrun jólatrésins kl. 18.00. Öllum íbúum er að sjálfsögðu boðið að taka þátt.
Hefðbundið grunnskólastarf verður til kl. 14.20 og hefst Jóladagurinn kl. 16.00. Í þessu hléi sem þarna myndast ætlum við að sýna jólamynd af skjávarpa. Ekki verður gert ráð fyrir ferðum, þar
Lesa meira
25.11.2019
Árshátíð Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla verður haldin á Stöðvarfirði fimmtudaginn 28. nóvember kl. 17.30
Nemendur munu flytja leikritið Kol, eftir Björgvin Val Guðmundsson.
Að flutningi loknum býður ferðahópur skólans upp á skúffukökur og kleinur.
Aðgangseyrir er kr. 1.500 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn.
Hvetjum alla til að koma og eiga með okkur góða stund.
Lesa meira
13.11.2019
Foreldrafélag skólans kom og færði okkur litrík heyrnartól fyrir hvern og einn nemanda á Mið- og Yngsta stigi. Er hver nemandi með sín eigin heyrnartól allan veturinn og eru eins tól á Breiðdalsvík og á Stöðvarfirði. Þessi tól eru eingöngu notuð í skólatengdum verkefnum. Við þökkum að sjálfsögðu fyrir.
Lesa meira
31.10.2019
Í leikskólanum á Breiðdalsvík, voru börnin vel undirbúin fyrir "Daga myrkurs". Í síðustu viku höfðu þau málað á krukkur og sett kerti í þær. Þegar foreldrar mættu í morgun, voru þeir umsvifalaust settir í það að kveikja á kertunum. Náðu því börn og foreldrar sameiginlega, að lýsa aðeins upp skammdegið.
Lesa meira
31.10.2019
Í tilefni "Daga myrkurs", mættu flestir nemendur í öðruvísi fatnaði í skólann. Hér má sjá nokk
Lesa meira
10.10.2019
Í dag fórum við á flakk. Steinþór íþróttakennari var á námskeiði og því fórum við ekkert í hefðbundinn íþróttatíma. Heldur fórum við í langa göngu og enduðum í Hagahrauni ofan við Kapalhaus, utarlega í firðinum. Þar sáum við listave
Lesa meira
30.09.2019
S.l. fimmtudag fengum við góða heimsókn. Þar var um að ræða farandverkefni fyrir nemendur á miðstigi í öllum grunnskólum á Austurlandi.
Leiðbeinandi var Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, myndlistarkona og listkennari.
Nemendur fengu stutta kynningu á íslenskri alþýðulist og sýndi Guðrún þeim myndir
af verkum og listamönnum. Síðan unnu nemendur verkefni og má sjá afraksturinn á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira
19.09.2019
Völdum nemendum í Fjarðabyggð er boðið í leikhús eftirfarandi daga:
Þriðjudaginn 24. september í Egilsbúð í Neskaupstað.
Miðvikudaginn 25. september í Valhöll á Eskifirði.
Fimmtudaginn 26. september í Skrúði á Fáskrúðsfirði.
Um er að ræða tvær sýningar og förum við á Fá
Lesa meira