Óveður!

Nýtt!

Eftir viðræður við bæjarstjóra og lögreglustjórann á Austurlandi var ákveðið að biðja skólastjórnendur að senda eftirfarandi tilkynningu til foreldra barna í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar.
Slæmt veðurútlit 11.12.2019
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir versnandi veðri á Austurlandi í nótt og í fyrramálið. Gert er ráð fyrir miklum vindi og talsverðri ofankomu. Fólk er beðið að athuga að talverðar líkur er á því að skólahald leik-, grunn-, og tónskóla geti raskast vegna þessa. Munu tilkynningar verða sendar út á heimasíðu Fjarðabyggðar og Facebook síðu fyrir klukkan 6:30 fyrramálið. Fyrir liggur að allur skólaakstur mun falla niður. 

Akstur o.fl.
Í samráði við bílstjóra, höfum við ákveðið að allur akstur falli niður á morgun.  Þetta á bæði við um Grétar og Hlíðar.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um annað, en að skólahald verði að öðru leyti og verði í heimaskólum nemenda.
Ef breyting verður þar á munum við senda SMS í fyrramálið, eins fljótt og kostur er.
Að öðru leyti vísum við í starfsáætlun skólans, þar sem segir m.a....


Veður
Nauðsynlegt er að foreldrar og aðrir forráðamenn nemenda meti sjálfir aðstæður og sendi þá ekki í skóla ef tvísýnt þykir um öryggi vegna óveðurs eða ófærðar.  Á sama hátt eru foreldrar beðnir að gera ráðstafanir til þess að börn verði sótt í skólann að skólatíma loknum ef óveður skellur á meðan á skólatíma stendur. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll.  Skólinn mun leitast við að senda SMS, ef skólahald fellur niður v/veðurs/ófærðar.

Með kveðju,
Jónas