Kennsluáætlun - Umsjónartími og útikennsla

 Kennsluáætlun

 

Bekkur: 1. - 4. bekkur

Námsgrein: Umsjónartími og útikennsla

Kennari: Sigrún Birgisdóttir 

Tímafjöldi: 3 kennslustundir á viku

 

Námsgögn: Halló heimur ásamt öðru efni frá kennara

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

 ∙ Tjáning og miðlun

 ∙ Skapandi og gagnrýnin hugsun 

 ∙ Sjálfstæði og samvinnu

 ∙ Nýting miðla og upplýsinga 

 ∙ Ábyrgð og mat á eigin námi.

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

 






Markmið

  • Vekja áhuga nemenda á yngsta stigi í náttúru- og samfélagsgreinum og virkja innri áhugahvöt þeirra

  • Efla læsi í víðu samhengi s.s. merkjalæsi, myndalæsi, kortalæsi, samfélagslæsi, samskiptalæsi og líkamstjáningu

  • Virkja ímyndunarafl og sköpunargáfu nemenda ásamt gagnrýninni hugsun

  • Þjálfa nemendur til vinna sjálfstætt og í samstarfi við aðra

  • Hvetja til sjálfstæðrar þekkingarleitar

  • Efla ritun og orðaforða nemenda

  • Samþætta yfirferðina við skólastarfið í heild sinni, nærumhverfið og samfélagið

  • Að læra í gegnum hreyfingu, leiki og þrautir, inni sem úti.

 



Námsþættir  

Hæfniviðmið

Að nemandi geti:

Kennsluhættir

Námsmat

Lífsskilyrði manna

    • Útskýrt á einfaldan hátt byggingu og starfssemi mannslíkamans.

    • Útskýrt mikilvægi hreyfingar, hreinlætis, hollrar fæðu og svefns.

    • Bent á skaðleg efni og hvernig ýmsir sjúkdómar og sýklar eru smitandi.

    • Útskýrt á einfaldan hátt hvernig barn verður til og þekkir einkastaði líkamans. 

    • Lýst skynjun sinni og upplifun af breytingum á hljóði, ljósi og hitastigi og áhrifum sólarljóss á umhverfi, hitastig og líkamann og tengt hitastig við daglegt líf. 

Stuðst er við kennslubókina Halló heimur ásamt öðru efni frá kennara. Notast er við fjölbreytta kennsluhætti þar sem reynir á sjálfstæði nemenda, einstaklings - og samvinnu.  Reynt er að höfð til hvers og eins. 

Munnleg og skrifleg verkefni.


Þátttaka í samræðum, virkni og tjáning.


Einstaklings- og hópverkefni.


Sjálfsmat.

Að búa á jörðinni

    • Lýst breytingum á náttúru Íslands eftir árstíðum og áhrifum þeirra á lífsskilyrði fólks. 

    • Fylgst með og skráð upplýsingar um veður í heimabyggð.

    • Lesið úr einföldum tánkmyndum og myndrænu efni.

Stuðst er við kennslubókina Halló heimur ásamt öðru efni frá kennara. Notast er við fjölbreytta kennsluhætti þar sem reynir á sjálfstæði nemenda, einstaklings - og samvinnu.  Reynt er að höfð til hvers og eins. 

Munnleg og skrifleg verkefni.


Þátttaka í samræðum, virkni og tjáning.


Einstaklings- og hópverkefni.


Sjálfsmat.

Vinnubrögð og færni

    • Sagt frá og framkvæmt með hversdaglegum athugunum einfaldar athuganir úti og inni. 

    • Tekið þátt í vali á náttúrufræðilegum verkefnum og kynningu á niðurstöðum.

    • Aflað sér upplýsinga er varða náttúruna.

    • Skráð atburði og og athuganir, s.s með ljósmyndum, teikningum, eigin orðum og sagt frá þeim. 

    • Hlustað á og rætt hugmyndir annarra.

Stuðst er við kennslubókina Halló heimur ásamt öðru efni frá kennara. Notast er við fjölbreytta kennsluhætti þar sem reynir á sjálfstæði nemenda, einstaklings - og samvinnu.  Reynt er að höfð til hvers og eins.

Munnleg og skrifleg verkefni.


Þátttaka í samræðum, virkni og tjáning.


Einstaklings- og hópverkefni.


Sjálfsmat.

Náttúra Íslands

    • Lýst algengustu lífverum í nánasta umhverfi sínu.

    • Útskýrt fæðukeðjur og rakið fæðu til frumframleiðenda.

    • Greint á milli algengustu orkugjafa á Íslandi.

Stuðst er við kennslubókina Halló heimur ásamt öðru efni frá kennara. Notast er við fjölbreytta kennsluhætti þar sem reynir á sjálfstæði nemenda, einstaklings - og samvinnu.  Reynt er að höfð til hvers og eins.

Munnleg og skrifleg verkefni.


Þátttaka í samræðum, virkni og tjáning.


Einstaklings- og hópverkefni.


Sjálfsmat.

Heilbrigði umhverfisins

    • Fjallað um samspil manns og náttúru.

    • Flokkað úrgang.

    • Rætt krafta sem koma við sögu í daglegu lífi manna.

Stuðst er við kennslubókina Halló heimur ásamt öðru efni frá kennara. Notast er við fjölbreytta kennsluhætti þar sem reynir á sjálfstæði nemenda, einstaklings - og samvinnu.  Reynt er að höfð til hvers og eins.

Munnleg og skrifleg verkefni.


Þátttaka í samræðum, virkni og tjáning.


Einstaklings- og hópverkefni.


Sjálfsmat.

Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu.

    • Flokkað gerviefni og náttúruleg efni eftir tilurð þeirra

Stuðst er við kennslubókina Halló heimur ásamt öðru efni frá kennara. Notast er við fjölbreytta kennsluhætti þar sem reynir á sjálfstæði nemenda, einstaklings - og samvinnu.  Reynt er að höfð til hvers og eins.

Munnleg og skrifleg verkefni.


Þátttaka í samræðum, virkni og tjáning.


Einstaklings- og hópverkefni.


Sjálfsmat.

Reynsluheimur. Umhverfi, samfélag, saga, menning: Hæfni nemenda til að skilja raunveruleikann. 

    • Bent á tengsl valinna þátta í samfélagi, náttúru trú og lífsviðhorfi, einkum í nærsamfélaginu.

    • Nefnt dæmi um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu, sögu menningar. 

Stuðst er við kennslubókina Halló heimur ásamt öðru efni frá kennara. Notast er við fjölbreytta kennsluhætti þar sem reynir á sjálfstæði nemenda, einstaklings - og samvinnu.  Reynt er að höfð til hvers og eins.

Munnleg og skrifleg verkefni.


Þátttaka í samræðum, virkni og tjáning.


Einstaklings- og hópverkefni.


Sjálfsmat.

Félagsheimur

    • Tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi.

    • Áttað sig á að fólk býr við ólík fjölskylduform, hefur ólíkan bakgrunn og ver virðingu fyrir mismunandi lífsviðhorfum og lífsháttum. 

    • Hlustað á og grint ólíkar skoðanir. 

    • Rætt um réttindi sín og skyldur í nærsamfélaginu og sýnt ábyrgð í samskiptum við aðra og þekki til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 

    • Sýnt tillitssemi og virðingu samskiptum og samvinnu við aðra.

    • Sýnt tillitsemi og umhyggju í leik og starfi. 

Stuðst er við kennslubókina Halló heimur ásamt öðru efni frá kennara. Notast er við fjölbreytta kennsluhætti þar sem reynir á sjálfstæði nemenda, einstaklings - og samvinnu.  Reynt er að höfð til hvers og eins.

Munnleg og skrifleg verkefni.


Þátttaka í samræðum, virkni og tjáning.


Einstaklings- og hópverkefni.


Sjálfsmat.