Kennsluáætlun, þemavinna 1. - 4. bekkur

Námsáætlun

Bekkur: 1. - 4. bekkur

Námsgrein: Þemavinna

Kennari: Auður Hermannsdóttir og Ingibjörg Ómarsdóttir

Tímafjöldi: 1 klst á viku.

Námsgögn: 

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

×        Tjáning og miðlun  

×        Skapandi og gagnrýnin hugsun

×        Sjálfstæði og samvinnu 

×        Nýting miðla og upplýsinga

×        Ábyrgð og mat á eigin námi.

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.

Kennsluhættir: Þessi námsgrein er kennd á föstudögum þegar nemendur eru í sínum heimaskóla. Í þessari námsgrein er unnið með ýmis konar þemu frá ýmsum sjónarhornum með fjölbreyttum verkefnum. Námsgreinin er þverfagleg þar sem komið er inn á hæfniviðmið aðalnámsskrár úr ýmsum námsgreinum, m.a. íslensku, upplýsingatækni, samfélagsgreinum, náttúrugreinum og sjónlistum.  Nemendur vinna ýmist einir eða í hóp.

Námsmat: Símat er viðhaft alla önnina þar sem virkni nemenda, hæfni til að vinna í hóp, vandvirkni o.fl. er haft til hliðsjónar.