Kennsluáætlun - íþróttir 10. bekkur

 

Námsáætlun Skólaíþróttir – 10. bekkur           

Skólaárið 2023-2024

Kennari: Steinþór Snær Þrastarson

 

Tímafjöldi: 120 mín. á viku

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá

grunnskóla:

● Tjáning og miðlun

● Skapandi og gagnrýnin hugsun

● Sjálfstæði og samvinnu

● Nýting miðla og upplýsinga

● Ábyrgð og mat á eigin námi.

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex:

Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð –

Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir

árgöngum.

● Tekur ábyrgð á eigin námi.

● Virðir vinnufrið annarra.

● Vinnur með öðrum og sýnir jákvæðni í samskiptum.

● Leitar upplýsinga, les sér til gagns og vinnur sjálfstætt.

● Vinnur vel og fer eftir fyrirmælum.

● Sýnir vönduð vinnubrögð við verkefnaskil.

● Fer eftir þeim fyrirmælum sem lagt er upp með og skilar verkefnum á réttum

tíma.

Námsþættir

Hæfniviðmið

Íþróttir

 

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

Að nemendur geti

    • gert æfingar sem reyna á loftháð þol
    • gert æfingar sem reyna á styrk og stöðugleika útlima og bols
    • gert flóknar samsettar æfingar sem reyna á lipurð og samhæfingu
    • sýnt leikni í nokkrum mismunandi íþróttagreinum
    • tekið þátt í stöðluðum prófum til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu

 

 

Félagslegir þættir

Að nemendur geti:

    • sýnt virðingu og góða framkomu hvort sem leikur vinnst eða tapast. Jafnframt viðhaft jákvæð og árangursrík samskipti til að efla liðsanda
    • skýrt mikilvægi þess að hafa leikreglur, farið eftir þeim bæði í hóp- og einstaklingsíþrótt
    • rætt líkamsvitund, kynheilbrigði, staðalímyndir í íþróttaumfjöllun og tekið virka afstöðu gegn ofbeldi

 

 Heilsa og efling þekkingar

Að nemendur geti:

    • gert sér grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og mikilvægi hreinlætis í tengslum við íþróttir og sundiðkun
    • útskýrt misjafnan líkamlegan þroska einstaklinga og kynja
    • notað hugtök sem tengjast sundiðkun og íþróttum
    • tengt hlutverk taugakerfis, hjarta, blóðrásar og lungna við líkamlega áreynslu
    • nýtt niðurstöður prófa til að setja sér skammtíma- og langtímamarkmið í íþróttum og heilsurækt og unnið að þeim
    • sótt sér margvíslegar upplýsingar við undirbúning og úrvinnslu verkefna í skólaíþróttum og útivist
    • notað mælingar með mismunandi mælinákvæmni við mat á afkastagetu

 

Öryggis og samskiptareglur

Nemendur geti:

    • gert sér grein fyrir mikilvægi öryggis- og umgengnisregla og tekið ákvarðir á þeim grunni
    • beitt helstu atriðum skyndihjálpar, endurlífgun og bjargað jafningja á sundi stutta sundleið

 

Sund

 

Líkamsvitund, leikni og afkastageta

Að nemendur geti:

Unnið eftir 10. sundstigi

Að nemendur geti:

    • Bringusund í 20 mínútur. Lágmarksvegalengd 600 metrar.
    • 50 m bringusund, stílsund.
    • Björgun af botni laugar og 25 metra björgunarsund.
    • 12 metra kafstund, stílsund.
    • Tímataka: 100 m bringusund.
    • Tímataka: 50 m skriðsund.
    • Tímataka: 50 m baksund.
    • Þrjú leysitök: Grip í fatnað framan frá - grip um háls aftan frá - grip um brjóst aftan frá.
    • Ein lífgunaraðferð.

 

Öryggis og skipulagsreglur

    • gert sér grein fyrir mikilvægi öryggis- og umgengnisregla og tekið ákvarðanir á þeim grunni
    • beitt helstu atriðum skyndihjálpar, endurlífgun og bjargað jafningja á sundi stutta sundleið

 

Námsgögn:

Öll almenn áhöld íþróttahúsa

Öll almenn áhöld sundlauga

 

 Námsmat: Símat yfir alla önnina.

● Próf í þoli (loftháð og loftfirrt) (“The Beep test).

● Próf í styrk, samhæfingu og snerpu (Armbeygjur,langstökk án atrennu og

sipp).

● Námsmat í sundi er samkvæmt sundstigunum með tímatökum,

stílsundsprófum og öðrum þáttum.

● Mikil áhersla er lögð á hegðun, virkni, jákvæðni, samskipti, framfarir og

mætingu. Námsmat nemenda byggir á prófum, verkefnavinnu og símati

kennara út frá hæfniviðmiðum.

● Einkunnir verða gefnar út að vori samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla á

kvarðanum D, C, C+, B, B+ og A

Áskilinn er réttur til breytinga á áætlun og námsmati.