Kennsluáætlun í íslensku fyrir 8. - 10. bekk

Námsáætlun

 

Bekkur: 8. - 10. bekkur

Námsgrein: Íslenska

Kennari: Anna Margrét Birgisdóttir

Tímafjöldi: 7 kennslustundir á viku.

 

Námsgögn: Fallorð, Vertu ósýnilegur, Íslendinga saga, Stafsetning, Heimir, ýmis lesskilningsverkefni og efni frá kennara.

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

Tjáning og miðlun. 
Skapandi og gagnrýnin hugsun.
Sjálfstæði og samvinnu. 
Nýting miðla og upplýsinga. 
Ábyrgð og mat á eigin námi.

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti.

 








Námsþættir  

Hæfniviðmið

Kennsluhættir

Námsmat

Talað mál, hlustun og áhorf

Nemandi geti: 

- Flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hefur tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas. 

- Nýtt sér fjölmiðla, svo sem útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og rafrænt efni, og tekið afstöðu til þess sem þar er birt.

- Átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi.

Nemendur kynna verkefni munnlega, nýta sér hlustun, sjónrænt efni og rafrænt efni í verkefna- og ritgerðavinnu.

Námsmat felst í símati þar sem hvert verkefni er metið sérstaklega.

 

Lestur og bókmenntir

Nemandi geti: 

- Lesið almenna texta af öryggi og með góðum skilningi, lagt mat á þá og túlkað.

 - Skilið mikilvægi þess að geta lesið og eflt eigið læsi. 

- Greint og skilið aðalatriði og aukaatriði í margs konar texta og glöggvað sig á tengslum efnisatriða. - Valið sér lesefni til gagns og ánægju og komið fram sem sjálfstæður lesandi sem gerir sér grein fyrir gildi þess að lesa. 

- Leitað og aflað sér heimilda úr ýmsum gagnabrunnum og lagt mat á gildi og trúverðugleika ritaðs máls, svo sem fjölmiðla- og margmiðlunarefnis, og tekið gagnrýna afstöðu til þess. 

- Beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði, svo sem minni, fléttu, sjónarhorni og sögusviði og kannast við myndmál, algengustu tákn og stílbrögð.

Bókmenntir lesnar, bæði Íslendinga sögur og skáldsögur. Efnið rætt og túlkað og verkefni unnin.

Unnið með lesskilning. Yndislestur á morgnana þar sem nemendur velja sér lesefni eftir áhuga.

Námsmat felst í símati þar sem verkefni eru unnin reglulega og kannanir lagðar fyrir. 

Lesferill lagður fyrir þrisvar sinnum á skólaárinu og Orðarún tvisvar sinnum, haust og vor.

Skimunarprófið LOGOS er lagt fyrir 9. bekk að hausti og fyrir 10. bekk að vori.

Ritun

Nemandi geti: 

- Skrifað skýrt og greinilega og beitt ritvinnslu af öryggi, notað orðabækur og önnur hjálpargögn, gengið frá texta, vísað til heimilda og skráð þær. 

- Beitt skipulegum vinnubrögðum við ritun, skipað efnisatriðum í röklegt samhengi og mótað málsgreinar og efnisgreinar.

- Tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og fært rök fyrir þeim í rituðu máli, samið texta frá eigin brjósti og er óhræddur við að beita ríkulegu tungutaki í skapandi ritun. 

- Beitt reglum um réttritun, hefur náð góðu valdi á stafsetningu og gerir sér grein fyrir að rétt stafsetning er virðing við mál, texta og lesanda. 

- Notað helstu aðgerðir við ritvinnslu, valið viðeigandi heimildir, vísað til þeirra og sett í heimildaskrá svo sem reglur kveða á um. 

- Skrifað rafrænan texta og tengt texta, mynd og hljóð eftir því sem við á, gerir sér grein fyrir lesanda og miðar samningu við hann.

Ýmis konar ritunarverkefni unnin, s.s. heimildaritgerð, bókmenntaritgerð, gagnrýni, frjáls ritun o.fl. 

Farið í helstu stafsetningarreglur og verkefni unnin.

Námsmat felst í símati. Ritgerða- /verkefnavinna þar sem hver vinnur á sínum hraða. Mat er lagt á vinnubrögð og ástundun.

Nemendur skrifa eina stafsetningaræfingu heima á viku. Eitt próf í mánuði.

Málfræði

Nemandi geti: 

- Áttað sig á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka og gert sér grein fyrir hlutverki þeirra í eigin texta og annarra. 

- Gert sér grein fyrir mismunandi málnotkun og málsniði eftir efni og tilefni. 

- Áttað sig á staðbundnum, starfstengdum og aldurstengdum tilbrigðum í orðaforða og málnotkun og þekkir til helstu framburðarmállýskna.

Unnið er með fallorð.

Námsmat felst í símati þar sem reglulegar kannanir eru lagðar fyrir.