Námsáætlun
Bekkur: 8. - 10. bekkur
Námsgrein: Íslenska
Kennari: Anna Margrét Birgisdóttir
Tímafjöldi: 7 kennslustundir á viku.
Námsgögn: Fallorð, Vertu ósýnilegur, Íslendinga saga, Stafsetning, Heimir, ýmis lesskilningsverkefni og efni frá kennara.
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
Tjáning og miðlun.
Skapandi og gagnrýnin hugsun.
Sjálfstæði og samvinnu.
Nýting miðla og upplýsinga.
Ábyrgð og mat á eigin námi.
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti.
Námsþættir |
Hæfniviðmið |
Kennsluhættir |
Námsmat |
Talað mál, hlustun og áhorf |
Nemandi geti: - Flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hefur tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas. - Nýtt sér fjölmiðla, svo sem útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og rafrænt efni, og tekið afstöðu til þess sem þar er birt. - Átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitssemi, virðingu og kurteisi. |
Nemendur kynna verkefni munnlega, nýta sér hlustun, sjónrænt efni og rafrænt efni í verkefna- og ritgerðavinnu. |
Námsmat felst í símati þar sem hvert verkefni er metið sérstaklega.
|
Lestur og bókmenntir |
Nemandi geti: - Lesið almenna texta af öryggi og með góðum skilningi, lagt mat á þá og túlkað. - Skilið mikilvægi þess að geta lesið og eflt eigið læsi. - Greint og skilið aðalatriði og aukaatriði í margs konar texta og glöggvað sig á tengslum efnisatriða. - Valið sér lesefni til gagns og ánægju og komið fram sem sjálfstæður lesandi sem gerir sér grein fyrir gildi þess að lesa. - Leitað og aflað sér heimilda úr ýmsum gagnabrunnum og lagt mat á gildi og trúverðugleika ritaðs máls, svo sem fjölmiðla- og margmiðlunarefnis, og tekið gagnrýna afstöðu til þess. - Beitt nokkrum grunnhugtökum í bókmenntafræði, svo sem minni, fléttu, sjónarhorni og sögusviði og kannast við myndmál, algengustu tákn og stílbrögð. |
Bókmenntir lesnar, bæði Íslendinga sögur og skáldsögur. Efnið rætt og túlkað og verkefni unnin. Unnið með lesskilning. Yndislestur á morgnana þar sem nemendur velja sér lesefni eftir áhuga. |
Námsmat felst í símati þar sem verkefni eru unnin reglulega og kannanir lagðar fyrir. Lesferill lagður fyrir þrisvar sinnum á skólaárinu og Orðarún tvisvar sinnum, haust og vor. Skimunarprófið LOGOS er lagt fyrir 9. bekk að hausti og fyrir 10. bekk að vori. |
Ritun |
Nemandi geti: - Skrifað skýrt og greinilega og beitt ritvinnslu af öryggi, notað orðabækur og önnur hjálpargögn, gengið frá texta, vísað til heimilda og skráð þær. - Beitt skipulegum vinnubrögðum við ritun, skipað efnisatriðum í röklegt samhengi og mótað málsgreinar og efnisgreinar. - Tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og fært rök fyrir þeim í rituðu máli, samið texta frá eigin brjósti og er óhræddur við að beita ríkulegu tungutaki í skapandi ritun. - Beitt reglum um réttritun, hefur náð góðu valdi á stafsetningu og gerir sér grein fyrir að rétt stafsetning er virðing við mál, texta og lesanda. - Notað helstu aðgerðir við ritvinnslu, valið viðeigandi heimildir, vísað til þeirra og sett í heimildaskrá svo sem reglur kveða á um. - Skrifað rafrænan texta og tengt texta, mynd og hljóð eftir því sem við á, gerir sér grein fyrir lesanda og miðar samningu við hann. |
Ýmis konar ritunarverkefni unnin, s.s. heimildaritgerð, bókmenntaritgerð, gagnrýni, frjáls ritun o.fl. Farið í helstu stafsetningarreglur og verkefni unnin. |
Námsmat felst í símati. Ritgerða- /verkefnavinna þar sem hver vinnur á sínum hraða. Mat er lagt á vinnubrögð og ástundun. Nemendur skrifa eina stafsetningaræfingu heima á viku. Eitt próf í mánuði. |
Málfræði |
Nemandi geti: - Áttað sig á beygingarlegum og merkingarlegum einkennum orðflokka og gert sér grein fyrir hlutverki þeirra í eigin texta og annarra. - Gert sér grein fyrir mismunandi málnotkun og málsniði eftir efni og tilefni. - Áttað sig á staðbundnum, starfstengdum og aldurstengdum tilbrigðum í orðaforða og málnotkun og þekkir til helstu framburðarmállýskna. |
Unnið er með fallorð. |
Námsmat felst í símati þar sem reglulegar kannanir eru lagðar fyrir. |
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is