Námsáætlun
Bekkur: 5. - 7. bekkur
Námsgrein: Íslenska
Kennari: Anna Margrét Birgisdóttir
Tímafjöldi: 9 kennslustundir á viku.
Námsgögn: Málrækt 1, Ritum rétt, Mál til komið, Hólmasól í háska, Smellur, lestrarbækur við hæfi hvers og eins, ýmis lesskilningsverkefni og annað efni frá kennara. Skriftarbækur frá MMS og Góður, betri, bestur.
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
Tjáning og miðlun.
Skapandi og gagnrýnin hugsun.
Sjálfstæði og samvinnu.
Nýting miðla og upplýsinga.
Ábyrgð og mat á eigin námi.
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti.
Námsþættir |
Hæfniviðmið |
Kennsluhættir |
Námsmat |
Talað mál, hlustun og áhorf |
Nemandi geti: - Tjáð sig skýrt og áheyrilega og gert sér grein fyrir gildi góðrar framsagnar. - Hlustað af athygli og beitt þekkingu sinni og reynslu til að skilja það sem sagt er og greint frá aðalatriðum. - Átt góð samskipti, hlustað, gætt tungu sinnar og sýnt viðeigandi kurteisi. |
Nemendur fá þjálfun í upplestri á margvíslegum texta og eru hvattir til að sýna virðingu í samskiptum. |
Námsmat felst í símati. Framkoma og tjáning metin. Fulltrúi skólans tekur þátt í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk að vori. |
Lestur og bókmenntir |
Nemandi geti: - Lesið texta við hæfi með góðum hraða og af skilningi, lagt mat á hann og túlkað. - Notað þekkingu og reynslu ásamt ríkulegum orðaforða við lestur og skilning á texta. - Lesið sér til ánægju og fróðleiks og gert öðrum grein fyrir þeim áhrifum sem texti hefur á hann. - Lesið gamlar og nýjar bókmenntir, þar á meðal þjóðsögur, ljóð og bókmenntir ætlaðar börnum og unglingum. - Lesið úr einföldum tölulegum og myndrænum upplýsingum og túlkað þær. - Valið bók eða annað lesefni og lesið sér til ánægju. |
Nemendur eru kynntir fyrir ýmsum tegundum bókmennta þar sem reynir á hlustun, lesskilning, ritun og orðaforða. Yndislestur á morgnana þar sem nemendur velja sér lesefni eftir áhuga. Kennari les reglulega fyrir hópinn. |
Námsmat felst í símati þar sem verkefni eru unnin reglulega og kannanir lagðar fyrir. Daglegur lestur heima og einu sinni til tvisvar í skóla. Lesfimipróf er lagt fyrir þrisvar sinnum á skólaárinu og Orðarún tvisvar sinnum, haust og vor. Skimunarprófið LOGOS er lagt fyrir 6. bekk að hausti. |
Ritun |
Nemandi geti: - Skrifað læsilega og af öryggi með persónulegri rithönd, beitt algengum aðgerðum í ritvinnslu, gengið frá texta og notað orðabækur. - Valið textategund, skipulagt og orðað texta, svo sem sögur, frásagnir, lýsingar og fyrirmæli, á þann hátt sem hæfir tilefni. - Samið texta þar sem beitt er eigin sköpun, notið þess að tjá hugmyndir sínar og reynslu og veitt öðrum hlutdeild með því að kynna ritunina eða leyfa öðrum að lesa. - Beitt helstu atriðum stafsetningar og greinarmerkjasetningar og hefur náð valdi á þeim. - Skrifað og leyft öðrum að njóta þess með upplestri höfundar eða lestri lesanda. |
Ýmis konar ritunarverkefni unnin. Farið í helstu stafsetningarreglur og unnið með þær. |
Námsmat felst í símati. Sögugerð og ritunarverkefni þar sem hver vinnur á sínum hraða. Mat er lagt á vinnubrögð og ástundun. Reglulegar kannanir í stafsetningu. Þjálfun í skriftarbókum bæði heima og í skóla. |
Málfræði |
Nemandi geti: - Gert sér nokkra grein fyrir eigin máli og hefur skilning á gildi þess að bæta það. - Áttað sig á hvernig orðaforðinn skiptist í sagnorð, fallorð og óbeygjanleg orð og greint hlutverk og helstu einkenni þeirra. - Gert sér grein fyrir notagildi íslenskrar málfræði, m.a. við ritun og stafsetningu. |
Unnið er með helstu orðflokka, samheiti og andheiti. |
Námsmat felst í símati þar sem reglulegar kannanir eru lagðar fyrir. |
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is