Kennsluáætlun í heimilisfræði, 5. - 7. bekkur

Kennsluáætlun

 

Bekkur: 5. – 7. bekkur

Námsgrein: Heimilisfræði

Kennari: Auður Hermannsdóttir       

Tímafjöldi: 1 klst á viku í eina önn. (Hópnum er skipt í tvennt og skiptist skólaárið milli smíði og heimilisfræði)

 

Námsgögn: Ýmis verkefni og uppskriftir frá kennara.

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

            Tjáning og miðlun  

            Skapandi og gagnrýnin hugsun 

            Sjálfstæði og samvinnu  

            Nýting miðla og upplýsinga 

            Ábyrgð og mat á eigin námi.

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti.

 

 

Námsþættir 

Hæfniviðmið

Kennsluhættir

Námsmat

Matur og lífshættir

- Að nemendur geti tjáð sig um heilbrigða lífshætti og tengsl þeirra við heilsufar.

- Geti farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.

- Gert sér grein fyrir helstu kostnaðarliðum í  heimilishaldi.

 

Kennsluhættir í heimilisfræði eru að mestu í formi sýnikennslu og verklegra æfinga. Nemendur læra að vinna bæði sjálfstætt og í hóp. Unnin eru bókleg verkefni samhliða verklegri kennslu auk sífelldrar umræðu um hugtök og heiti sem tengjast viðfangsefninu hverju sinni.

Námsmat er símat þar sem ástundun nemenda er skráð eftir hverja kennslustund. Þar er farið eftir því hversu vel nemendur fylgja fyrirmælum, vinna með öðrum, sýni sjálfstæði í vinnubrögðum og taki virkan þátt í kennslustundum.

Áherslan er á að meta ferlið en ekki eingöngu afurðina.

Leiðsagnarmat er viðhaft yfir árið þar sem nemendur fá munnlega leiðsögn um stöðu sína. Hvað sé gott og hvað sé hægt að bæta.

 

Matur og vinnubrögð

- Að nemendur geti matreitt einfaldar og hollar máltíðir og nýtt hráefnið sem best.

- Geti unnið sjálfstætt eftir uppskriftum og notað til þess algengustu mæli- og eldhúsáhöld.

- Geti greint frá ýmsum orsökum slysa á heimilinu og hvernig má koma í veg fyrir þau.

Matur og umhverfi

- Að nemendur geti skilið og rætt mismunandi umbúðarmerkingar, metið útlit og gæði matvæla og útskýrt hvernig á að geyma þau.

Matur og menning

- Að nemendur geti tjáð sig um ólíka siði og venjur, og þjóðlegar íslenskar hefðir í matargerð.