Kennsluáætlun í dönsku, 9. og 10. bekkur.

Kennsluáætlun

Bekkur: 9. - 10. bekkur

Námsgrein: Danska

Kennari: Auður Hermannsdóttir      

Tímafjöldi: 1 klst á viku.

Námsgögn: Smil A og B, lesbók og vinnubók, Tak, lesbók og vinnubók.

 

Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla: 

×        Tjáning og miðlun  

×        Skapandi og gagnrýnin hugsun

×        Sjálfstæði og samvinnu 

×        Nýting miðla og upplýsinga

×        Ábyrgð og mat á eigin námi.

 

Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum. 

 

Kennsluhættir: Kennsla er að mestu leyti einstaklingsbundin þar sem nemendur vinna fjölbreytt verkefni við hæfi hvers og eins. Verkefni vinnubókarinnar ná til flestra þátta hæfniviðmiða en að auki fá nemendur auka þjálfun í hlustun, samskiptum og frásögn með verklegum æfingum nokkrum sinnum yfir árið.

Námsmat: Símat yfir önnina þar sem verkefni og vinna nemenda í kennslustundum eru metin yfir árið. Að auki eru lagðar fyrir kannanir sem snúa að öllum þáttum námssins að minnsta kosti í lok hvorrar annar til að kanna stöðu nemenda. 

 

 

Námsþættir 

Hæfniviðmið

Hlustun

Við lok 2. stigs getur nemandi:

skilið talað mál um efni er varðar hann sjálfan, áhugamál hans og daglegt líf þegar talað er skýrt og áheyrilega,

skilið í meginatriðum samtöl og viðtöl um efni tengt daglegu lífi og efni sem tengist viðfangsefnum námsins og nýtt sér í ræðu og riti,

fylgt þræði í aðgengilegu fjölmiðlaefni og efni dægurmenningar sem höfðar til hans og getur sagt frá eða unnið úr því á annan hátt,

hlustað eftir einstökum nákvæmum atriðum þegar þörf krefur, eins og t.d. tilkynningum og leiðbeiningum við kunnuglegar aðstæður og brugðist við með orðum eða athöfnum.

Lesskilningur

Við lok 2. stigs getur nemandi:

lesið sér til gagns og ánægju auðlesna texta af ýmsum gerðum um daglegt líf og áhugamál sem innihalda algengan orðaforða og beitt mismunandi lestraraðferðum eftir eðli textans og tilgangi með lestrinum,

skilið megininntak í aðgengilegum frásögnum dagblaða, tímarita og netmiðla og brugðist við og fjallað um efni þeirra,

fundið lykilupplýsingar í texta í þeim tilgangi að nýta í verkefnavinnu,

lesið sér til gagns og gamans auðlesnar bækur og tímarit ætluð ungu fólki og fjallað um efni þeirra og skilið leiðbeiningar og upplýsingar um það sem snertir daglegt líf, t.d. tómstundir og ferðalög.

Samskipti

Við lok 2. stigs getur nemandi:

sýnt fram á að hann er nokkuð vel samræðuhæfur um efni sem hann þekkir vel, beitir máli, framburði, áherslum og hrynjandi af nokkru öryggi, skilur og notar algengustu orðasambönd daglegs máls og viðeigandi kurteisivenjur og kann aðferðir til að gera sig skiljanlegan, t.d. með látbragði,

tekið þátt í óformlegu spjalli um áhugamál sín og daglegt líf,

bjargað sér við algengar aðstæður, t.d. í verslunum, á veitingastöðum og á ferðalögum,

notað málið sem samskiptamiðil í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtal.

Frásögn

Við lok 2. stigs getur nemandi:

tjáð sig um það sem viðkemur daglegu lífi hans og því sem stendur honum nærri á vel skiljanlegu máli hvað varðar málnotkun, framburð, áherslur og orðaval,

sagt hnökralítið frá reynslu, framtíðaráformum og eigin skoðunum,

greint frá og lýst atburðum og athöfnum með stuðningi gátlista, tónlistar, mynda o.s.frv.,

flutt einfalda, undirbúna kynningu á efni sem tengist náminu og flutt tilbúið eða frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra

Ritun

Við lok 2. stigs getur nemandi:

skrifað samfelldan texta um efni sem hann þekkir, beitt grunnreglum málfræði og stafsetningar nokkuð rétt, sýnt fram á allgóð tök á daglegum orðaforða og orðaforða sem unnið hefur verið með, skapað samhengi í textanum og notað til þess algengustu tengiorð og greinarmerki,

skrifað texta af mismunandi gerðum, með stuðningi, t.d. gátlista og fyrirmynda og hagað máli sínu í samræmi við inntak og viðtakanda,

sagt nokkuð lipurlega frá og brugðist við því sem hann hefur lesið, séð eða heyrt,

lýst atburðarás eða því sem hann hefur upplifað og notað orðaforða sem lýsir þróun, hraða, eftirvæntingu o.s.frv.,

samið texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.

Menningarlæsi

Við lok 2. stigs getur nemandi:

sýnt fram á að hann þekkir til og skilur allvel ákveðin lykileinkenni í menningu viðkomandi mál- og menningarsvæðis sem snúa að daglegu lífi og aðstæðum íbúanna, einkum ungs fólks og getur sett sig í þeirra spor,

sýnt fram á að hann þekkir til siða og hefða viðkomandi mál- og menningarsvæða og getur borið saman við eigin menningu,

sýnt fram á að hann áttar sig á skyldleika erlendamálsins við íslensku, eigið móðurmál eða önnur tungumál sem hann er að læra.

Námshæfni

Við lok 2. stigs getur nemandi:

sett sér nokkuð raunhæf markmið, gert sér nokkra grein fyrir hvar hann stendur í náminu og beitt aðferðum til að skipuleggja sig og bæta þar sem þess gerist þörf,

beitt lykilnámsaðferðum til að auðvelda skilning og notkun á tungumálinu og valið aðferð sem hæfir viðfangsefninu, t.d. umorðað ef hann vantar orð og lesið í aðstæður og getið sér til hvaða samræður fara þar fram,

beitt sjálfsmati og tekið þátt í jafningjamati á raunsæjan hátt og veitt sanngjarna endurgjöf með stuðningi frá kennara,

nýtt sér eigin reynslu og þekkingu þegar kemur að því að tileinka sér nýja þekkingu,

tekið þátt í samvinnu um ýmiss konar viðfangsefni og sýnt öðrum tillitssemi,

nýtt sér algengustu hjálpartæki, s.s. uppflettirit, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit og leitarvélar.