Kennsluáætlun
Bekkur: 6. – 7. bekkur
Námsgrein: Danska
Kennari: Auður Hermannsdóttir
Tímafjöldi: 1 klst á viku.
Námsgögn: Start, Lesbók og vinnubók og Smart, lesbók og vinnubók. Auk hlustunarefnis og annars aukaefnis frá kennara.
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
× Tjáning og miðlun
× Skapandi og gagnrýnin hugsun
× Sjálfstæði og samvinnu
× Nýting miðla og upplýsinga
× Ábyrgð og mat á eigin námi.
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.
Kennsluhættir: Kennsla er að mestu leiti einstaklingsbundin þar sem nemendur vinna fjölbreytt verkefni við hæfi hvers og eins. Verkefni vinnubókarinnar ná til flestra þátta hæfniviðmiða en að auki fá nemendur auka þjálfun í hlustun, samskiptum og frásögn með verklegum æfingum nokkrum sinnum yfir árið.
Námsmat: Símat yfir önnina þar sem verkefni og vinna nemenda í kennslustundum eru metin yfir árið. Að auki eru lagðar fyrir kannanir sem snúa að öllum þáttum námssins að minnsta kosti í lok hvorrar annar til að kanna stöðu nemenda.
Námsþættir |
Hæfniviðmið |
Hlustun |
Við lok 1. stigs getur nemandi: skilið einfalt mál er varðar hann sjálfan og hans nánasta umhverfi þegar talað er skýrt, skilið það mál sem notað er í kennslustofunni og brugðist við með orðum eða athöfnum, fylgt meginþræði í einföldum frásögnum um kunnuglegt efni með stuðningi, t.d. af myndum, hlutum eða líkamsmáli og notað sér upplýsingarnar í eigin verkefni, fylgst með einföldu efni í myndmiðlum og úr heimi dægurmenningar sem er kunnuglegt úr heimi barna og unglinga og greint frá því helsta. |
Lesskilningur |
Við lok 1. stigs getur nemandi: lesið og skilið stutta texta með grunnorðaforða daglegs lífs um efni sem tengist þekktum aðstæðum og áhugamálum, skilið megininntak í stuttum einföldum frásögnum dag- blaða, tímarita og netmiðla með stuðningi, t.d. af myndum, fundið afmarkaðar upplýsingar í einföldum texta og nýtt sér í verkefnavinnu, lesið sér til gagns og gamans stuttar, einfaldar bækur og fræðsluefni fyrir börn og unglinga og rætt efni þeirra með stuðningi kennara eða skólasystkina. |
Samskipti |
Við lok 1. stigs getur nemandi: haldið uppi einföldum samræðum með stuðningi frá viðmælanda með eðlilegum framburði og áherslum á lykilorðaforða og kann að beita algengustu kurteisisvenjum, spurt og svarað á einfaldan hátt um það sem stendur honum næst, skipst á upplýsingum og skoðunum við skólasystkini og kennara um efni tengt náminu, tekið þátt í samskiptaleikjum og unnið samtalsæfingar. |
Frásögn |
Við lok 1. stigs getur nemandi: í einföldu máli sagt frá og notað lykilorðaforða sem unnið hefur verið með í viðfangsefnum námsins og beitt eðlilegum framburði og áherslum, sagt frá eða lýst sjálfum sér, vinum, fjölskyldu, áhugamálum og nánasta umhverfi á einfaldan hátt, endursagt og lýst atburðum eða reynslu á einfaldan hátt með stuðningi hluta, mynda, tónlistar o.s.frv., flutt atriði, sagt stutta sögu eða lesið upp eigin texta sem hann hefur haft tækifæri til að æfa. |
Ritun |
Við lok 1. stigs getur nemandi: skrifað stuttan samfelldan texta um efni sem tengist honum persónulega, tengt saman einfaldar setningar, stafsett flest algengustu orðin og notað algengustu greinarmerki, eins og punkta og spurningarmerki, skrifað texta með orðaforða úr efnisflokkum sem fengist er við með stuðningi frá mynd, hlut eða gátlista, lýst í einföldu máli því sem næst honum er, fjölskyldu, áhugamálum, vinum og umhverfi, skrifað einföld skilaboð, smáskilaboð og tölvupóst, samið stuttan texta frá eigin brjósti með stuðningi mynda, hluta, tónlistar o.s.frv. |
Menningarlæsi |
Við lok 1. stigs getur nemandi: sýnt fram á að hann kann skil á ýmsum þáttum sem snúa að daglegu lífi, s.s. fjölskyldu, skóla, frítíma og hátíðum og áttað sig á hvað er líkt eða ólíkt því sem tíðkast í hans eigin menningu, sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til ytri umgjarðar menningarsvæðisins, s.s. landfræðilegrar legu, staðhátta og þekktra staða, sýnt fram á að hann þekkir til þátta sem einkenna barna- og unglingamenningu viðkomandi málsvæðis, s.s. söguhetja barnabóka, leikja, söngva og ævintýra, sýnt fram á að hann áttar sig á að mörg algeng orð í erlenda tungumálinu eru lík og skyld öðrum sem hann þekkir. |
Námshæfni |
Við lok 1. stigs getur nemandi: sett sér einföld markmið og lagt mat á námsframvindu með stuðningi frá kennara ef með þarf, beitt einföldum námsaðferðum til að auðvelda námið, t.d. nýtt sér titil á texta eða myndir sem fylgja til að auðvelda skilning á inntaki, beitt sjálfsmati sem tengist viðfangsefnum námsins með stuðningi kennara eftir því sem þörf krefur, tengt ný viðfangsefni eigin reynslu og þekkingu, tekið þátt í hóp- og tvenndarvinnu, hlustað á og tekið tillit til þess sem aðrir hafa að segja, nýtt sér hjálpartæki, s.s. einfaldar orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarforrit og leitarvélar.
|
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is