Kennsluáætlun - samfélagsfræði 9. og 10. bekkur
Námsgrein: Samfélagsfræði
Kennari: Björgvin Valur Guðmundsson
Tímafjöldi: 60 mínútur á viku
Námsgögn: 1. Allir spenntir 2. Á ferð um samfélagið.
Lykilhæfni: Námsgreinin kemur inn á eftirfarandi þætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla:
Grunnþættir: Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla eru grunnþættir menntunar sex: Læsi – Sjálfbærni – Lýðræði og mannréttindi – Jafnrétti – Heilbrigði og velferð – Sköpun. Í námsgreininni er unnið með alla þessa þætti þó mismikið sé eftir árgöngum.
Námsþættir |
Hæfniviðmið |
Kennsluhættir |
Námsmat |
Reynsluheimur – Umhverfi, samfélag, saga, menning: Hæfni nemenda til að skilja veruleikann |
Nemendur skulu geta: Fjallað á upplýstan hátt um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu og sögu landsins og breytilegrar menningar, trúar, lífsviðhorfa og stjórnarfars. Rökrætt mikilvæg hugtök, sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni. |
Fjallað er um samfélagið, hvernig það mótar þig og hvernig þú mótar það. |
Símat í formi kaflaprófa. Mat í lok annar. |
Hugarheimur- Sjálfsmynd: Hæfni nemenda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum |
Hugleitt og tjáð hver hann er í augum sjálfs sín og annarra, útskýrt hvernig sjálfsmynd hans mótast af umhverfi og búsetu, stjórnmálum og félagslegum aðstæðum, sögu og menningu, trúar- og lífsviðhorfum. Sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf, á ýmsum stöðum og tímum. |
||
Félagsheimur - Samskipti: Hæfni nemenda til að mynda og þróa tengsl sín við aðra |
Tekið sjálfstæðan þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu. Rökrætt stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi, skyldur og gildismat, sýnt ábyrgð í samskiptum, umgengni og lífsháttum, m.a. með vísan til réttinda samkvæmt alþjóðasáttmálum. |
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is