Að venju ljúkum við skólaári nemenda með vordögum.
Sá fyrsti af þremur slíkum var í dag og þá fórum við m.a. og stungum niður trjáplöntum inn við Tinnu, lékum okkur á Meleyrinni og fórum í fjárhúsin á Þverhamri.
Á morgun er það svo rúntur með langferðabíl upp á Hérað og á fimmtudaginn verður útuvistardagur á Stöðvarfirði.
Skólaslit verða svo í skólanum á Breiðdalsvík á föstudaginn.
Við gleymdum að taka myndir við gróðursetninguna en náðum öllu hinu. Smellur er sögu ríkari.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is