Undanfarna þrjá smíðatíma hjá Miðstigi höfum við notað til að dytta að útikennskustofunni á Stöðvarfirði.
Veðrið hefur leikið við okkur þá daga sem við höfum verið að vinna við útikennslustofuna en m.a. er byrjað á palli fyrir framan hana og í gær báru nemendur viðarolíu í stóran hluta hennar. Ef veður leyfir, höldum við áfram með það næsta þriðjudag.
Útikennslustofan er orðin nokkurra ára gömul en það var Ævar Ármannsson húsasmíðameistari sem hannaði hana og kom verkinu af stað en starfsfólk, nemendur og foreldrar tóku síðan við verkinu með hjálp frá starfsfólki Alcoa í upphafi.
Við tókum nokkrar myndir og þær er að finna hérna.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is