Útikennsla

Við búum svo vel í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla að eiga útikennslustofu.  Þ.e.a.s. lítið hús í lítilli laut þar sem hægt er að gera allskyns skemmtilega hluti.

Að þessu sinni var það Yngsta stigið ásamt kennurum og öðru starfsfólki sem fór þangað og spilaði útibingó, grillaði brauð og drakk kakó.

Allt var þetta fest á filmu (ókey þá, minniskort) og síðan voru myndirnar færðar hingað til þess að þú gætir notið þeirra.  Segðu svo að við gerum aldrei neitt fyrir þig.