Við heimsóttum Breiðdalssetur í þriðja sinn á þessu skólaári og lukum þar með fræðsluferðunum þangað að þessu sinni.
Okkur langar að fara aftur á næsta ári því þetta var í alla staði skemmtilegt og fræðandi hjá Maríu Helgu jarðfræðingi sem var með okkur þessa þrjá daga.
Að þessu sinni rannsökuðum við steina og lærðum að þekkja steindir með allskyns vísindalegum aðferðum. Allir höfðu gaman að og lokahnykkurinn fólst í því að gera tilraunir með nokkrar tegundir af gosdrykkjum, tveimur gerðum af Mentos og handfylli af sandi.
Takk fyrir okkur.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is