Söngvaskáldið góða Svavar Knútur, heimsótti skólann okkar í dag.
Heimsóknin er á vegum verkefnisins Brothættar byggðir en því er nýlokið á Breiðdalsvík og um það bil að hefjast á Stöðvarfirði svo í raun var tímasetningin nokkuð góð.
Hann sagði okkur sögur, í tali og tónum, og hann náði að höfða til allra sem þarna voru, leikskólabarna, grunnskólanemenda og starfsfólks. Við vorum venju fremur fáliðuð vegna veikinda sumra og sóttkvía annarra og þykir okkur miður að þau sem um ræðir hafi misst af þessari góðu skemmtun.
Ef þið einhvern tímann eigið þess kost að fara á tónleika með Svavari Knúti, mæli ég með því að þið látið það eftir ykkur.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is