Sundkennsla

Sundkennslan hefst þriðjudaginn 4. maí n.k. og verður í sundlauginni á Stöðvarfirði.  Að þessu sinni náum við bara 5 kennsludögum (og því enn mikilvægara að nýta dagana vel).  Við ætlum að fella sundið inn í stundaskrá nemenda, eins og s.l. haust og því verður ekki lenging á skóladeginum.  Kennari verður Steinþór Snær Þrastarson.

Kennsludagar verða 4., 6., 11., 18. og 20. maí.