Við fórum í ferðalag í dag í góða veðrinu.
Fyrsti viðkomustaður var Stríðsárasafnið á Reyðarfirði en þar tók Pétur Sörensson á móti okkur. Hann sýndi okkur safnið og miðlaði fróðleik um stríðsárin á Íslandi, einkum og sér í lagi á Reyðarfirði þar sem voru ríflega 300 íbúar og 3000 hermenn árið 1942.
Næst var farið í trjásafnið í Hallormsstað en þar tók enginn á móti okkur heldur létum við nægja að skoða skóginn og fljótið. Svo var líka djöflast aðeins eða legið í sólbaði.
Handan þjóðvegar 931 er svo staður sem kallast Grái hundurinn en þar er hægt að fara í axarkast og hringjakast. Við létum hringjakastið duga að þessu sinni en stefnum á axir næsta vor.
Að lokum var snædd pizza á Aski á Egilsstöðum; geggjaðar vægast sagt og líklega fór enginn nemandi svangur út í rútu. Ekki er vitað um starfsfólkið en sumir þeirra á meðal verða aldrei saddir.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is