Sameiginlegur starfsdagur verður í öllum skólum Fjarðabyggðar mánudaginn 4. janúar. Þar mun allt starfsfólk sitja tvo fyrirlestra fyrir hádegi. Sá fyrri tengist uppbyggingarstefnunni "Uppeldi til ábyrgðar" og sá seinni heitir "Þú hefur áhrif".
Nemendur mæta svo eldhressir þriðjudaginn 5. janúar og athugið að grunnskólinn byrjar kl. 9.40. Hlíðar leggur af stað heiman frá sér kl. 8.40 og Grétar úr þorpinu kl. 9.00.
Vegna fjölgunar nemenda í Breiðdal, þurfum við að breyta fyrirkomulagi aksturs á þriðjudögum og fimmtudögum.
Hlíðar fer með sína farþega (úr sveitinni) alla leið á Stöðvarfjörð, án viðkomu á Breiðdalsvík og sækir þá aftur kl. 14.20.
Ef farþegar Hlíðars kjósa að fara úr í þorpinu í bakaleiðinni, finnum við einhverja lausn á því. T.d. eru einhver sæti laus með Grétari o.s.frv.
Engin breyting er hjá Grétari (þorpin).
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is