Skólaslitin

Anna Margrét Birgisdóttir umsjónarkennari, Steinþór Snær Þrastarson skólastjóri og útskriftarnemendu…
Anna Margrét Birgisdóttir umsjónarkennari, Steinþór Snær Þrastarson skólastjóri og útskriftarnemendurnir Dalía Sif Ágústsdóttir, Margarette Björg Sveinbjörnsdóttir, Ríkey Perla Arnarsdóttir, Hrafnheiður Máney Heiðudóttir og Mörk Starradóttir. Á myndina vantar Emil Valtingojer Paták.

Skólanum var slitið í dag eftir langan og strangan vetur.

Steinþór Snær Þrastarson skólastjóri lauk þar með sínum fyrsta vetri í embætti með sóma en hann tók við því á erfiðum tímapunkti í haust.

Gurra (aka Guðrún Ármannsdóttir) kveður okkur eftir langt og farsælt starf og sömuleiðis Jónas Ólafsson sem var kallaður inn í afleysingar vegna forfalla í haust en hann þóttist þá vera sestur í helgan stein.

Eva María Sigurðadóttir skólaliði til margra ára kveður einnig og Ingibjörg Hulda yfirgefur eldhúsið.  Það er eftirsjá að báðum.

Það vantaði stóran hluta nemendahópsins í dag en við því er ekkert að gera og við þökkum öllum nemendum samstarfið í vetur og óskum útskriftarnemum til hamingju með áfangann og megi gæfan umlykja þau hvert sem þau fara.

Hérna er að finna nokkrar myndir frá skólaslitunum.