Skólanum var slitið í dag eftir langan og strangan vetur.
Steinþór Snær Þrastarson skólastjóri lauk þar með sínum fyrsta vetri í embætti með sóma en hann tók við því á erfiðum tímapunkti í haust.
Gurra (aka Guðrún Ármannsdóttir) kveður okkur eftir langt og farsælt starf og sömuleiðis Jónas Ólafsson sem var kallaður inn í afleysingar vegna forfalla í haust en hann þóttist þá vera sestur í helgan stein.
Eva María Sigurðadóttir skólaliði til margra ára kveður einnig og Ingibjörg Hulda yfirgefur eldhúsið. Það er eftirsjá að báðum.
Það vantaði stóran hluta nemendahópsins í dag en við því er ekkert að gera og við þökkum öllum nemendum samstarfið í vetur og óskum útskriftarnemum til hamingju með áfangann og megi gæfan umlykja þau hvert sem þau fara.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is