Í dag var Stöðvarfjarðarskóla slitið í síðasta sinn, en eins og flestir vita sameinast hann Grunnskóla Breiðdalshrepps á næsta skólaári. Áfram verður kennt á báðum stöðum og því ljóst að líf og fjör mun ríkja í húsinu um ókomin ár.
Jónas Ólafsson lætur nú af störfum sem skólastjóri eftir 28 ára starf, kornungur maðurinn, en hann hefur þó ekki alveg sleppt af okkur hendinni því hann verður aðstoðarskólastjóri í hinum nýja skóla. Honum þökkum við farsæla leiðsögn öll þessi ár.
Einn nemandi útskrifaðist úr skólanum að þessu sinni en það er Máni Mýrmann Þorsteinsson. Við þökkum Mána ánægjulegt samstarf og við munum sakna hans alveg ferlega mikið.
En áður en að skólaslitum kom, héldum við hefðbundna vordaga en þá erum við í alls kyns vinnu og skemmtilegheitum utandyra. Að þessu sinni fórum við í ferðalag til Norðfjarðar og heimsóttum þar söfn og sundlaug, unnum í umhverfisverkefnum í Nýgræðingi og kringum golfvöllinn, hlóðum útigrill, heimsóttum æðarvarp í Hvammi, kíktum á myndhöggvara sem er að klappa myndir í klettaveggi upp á Kapalhöfði og fórum í safnið hans Antons Helgasonar svo eitthvað sé nefnt.
Myndir frá vordögum og skólaslitum er að finna hérna.
Starfsfólk Stöðvarfjarðarskóla þakkar fyrir samveruna í vetur.
Sjáumst hress og kát í haust og látið sumarið fara vel með ykkur.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is