Skólasetning í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla verður þriðjudaginn 22. ágúst kl 11:00 í skólahúsnæðinu á Stöðvarfirði.
Boðið verður upp á skólaakstur frá Breiðdalsvík kl: 10:30 og til baka frá Stöðvarfirði að skólasetningu lokinni. Gera má ráð fyrir því að sveitarútan verði á innsta bæ rétt fyrir 10:00.
Mælst er til að foreldrar barna sem eru að byrja í 1. bekk mæti með sínum börnum á skólasetninguna.
Skóli hefst samkvæmt stundaskrá á miðvikudaginn 23. ágúst. Sundkennsla hefst í viku 2 og verður á mánudögum, miðvikudögum og verið er að skoða hvort hægt sé að bæta við auka tímum á þriðjudögum en sendur verður póst varðandi það þegar nær dregur.
Til stóð að vera með dansnámskeið núna strax í ágúst en því hefur verið frestað fram í sept/okt.
Sjáumst hress á þriðjudaginn.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is