Skólahald verður á Reyðarfirði, á Breiðdalsvík og Stöðvarfirði verður kennt í sitthvorum skólunum eftir óveðurkennslustundatöflu og mun skólahald í grunnskóla ljúka kl: 12:15.
Í samráði við bílstjóra, höfum við ákveðið að allur akstur falli niður á morgun. Þetta á bæði við um Palla og Hlíðar.
Ekkert skólahald verður í leik- og grunnskólum í Neskaupstað, á Eskifirði, og Fáskrúðsfirði á morgun. Á öllum þessum stöðum er þungfært víða á götum og göngustígum auk þess sem rýming er enn í gildi á Eskifirði og í Neskaupstað og gildir hún í það minnsta fram eftir morgni.
Staðan verður tekin á nýjan leik í fyrramálið og gefin út tilkynning upp úr kl. 11:00. Fólk er beðið að fylgjast vel með miðlum sveitarfélagsins vegna þessa auk tilkynninga um aðra þætti í þjónustu sveitarfélagsins.
Snjóruðningur mun hefjast allstaðar snemma í fyrramálið, en þar er mikið verk fyrir höndum. Íbúar eru beðnir um að sýna verktökum sem sinna snjómokstri tillitsemi og þolinmæði meðan sú vinna stendur yfir.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is