Skólahald 10.október

Vegna slæmrar veðurspár fellur skólakstur milli Breiðdalvík og Stöðvarfjarðar niður þriðjudaginn 10. október. Skólahald verður eftir sem áður í heimaskólum nemenda og kennt eftir óveðurstundatöflu og lýkur því kl. 12:15.

Frístund og leikskóli verða starfrækt eins og venjulega.


Nauðsynlegt er að foreldrar og aðrir forráðamenn nemenda fylgist með veðurspá og meti sjálfir aðstæður og sendi þá ekki í skólann ef tvísýnt er um öryggi vegna veðurs.