Skólabyrjun

Skólasetning í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl. 10.00 í skólahúsnæðinu á Breiðdalsvík.
Boðið verður upp á skólaakstur frá skólahúsnæðinu á Stöðvarfirði kl. 9.30 og til baka frá Breiðdalsvík kl. 11.00 fyrir þá nemendur sem vilja.
Einnig verður boðið upp á skólaakstur í sveitinni fyrir nemendur sem það vilja, sveitabíllinn verður á ferðinni á fyrsta bæ rétt fyrir kl. 9.30 og til baka kl. 11.00.
Mælst er til að foreldrar barna sem eru að byrja í 1. bekk mæti með sínum börnum á skólasetninguna.

Dagskrá:
Kl. 10.00: Ávarp skólastjórnenda, upplýsingar og svör við þeim spurningum sem kunna að vakna.
Kl. 10.15: Nemendur fara með sínum umsjónarkennara í heimastofu og fá afhenta stundaskrá.
Kl. 10.30: Foreldrar barna sem eru að byrja sína skólagöngu eiga þess kost að sitja lengur með umsjónarkennara fyrir frekari upplýsingar.

Skóli hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst, minnum á að yngsta stig fer í sundtíma þann dag.