Ágætu foreldrar/forráðamenn
Þar sem framkvæmdir við skólahúsnæðið á Breiðdalsvík hafa dregist, sjáum við okkur ekki annað fært en að hafa skólabyrjunina á Stöðvarfirði á morgun og verðum því þar bæði miðvikudag og fimmtudag. Hins vegar stefnum við á að vera á báðum stöðum á föstudaginn (ef vel gengur að þrífa aðalhæðina).
Á morgun verður ekki formleg skólasetning, heldur mæta nemendur í skólann í ca. klukkutíma. Þar ætlum við að afhenda stundaskrár, bækur og beiðnablað vegna skólamáltíða. Einnig kynna nýir kennarar sig fyrir nemendum. Foreldrar nemenda 1. bekkjar koma hins vegar og fylgja börnum sínum í skólann þennan fyrsta skóladag þeirra.
Strætisvagnar Austurlands hafa samið við nýjan aðila, varðandi skólaaksturinn. Tanni Travel verður með hann í vetur og verður fyrsta ferð þeirra frá Breiðdalsvík, fimmtudaginn 22. ágúst kl. 8.00 og til baka kl. 14.20-14.30. Þannig verður það svo í vetur, eins og í fyrra.
Á morgun hins vegar, ætlum við að bjarga málum með okkar 12 nemendur frá Breiðdalsvík, þannig að Hlíðar tekur 6 nemendur og Steinþór og Solla rest. Lagt verður af stað kl. 9.30 og til baka ca. 11.00.
Skólamatur hefst á fimmtudaginn.
Nokkrir punktar, sem rétt er að hafa í huga:
Með ósk um gott samstarf í vetur,
Jónas
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is