Við skruppum upp í Oddsskarð í gær.
Veðrið lék við okkur (ef við undanskiljum 9° frost og vindkælingu). Margir voru á skíðum, sumir voru með sleða og enn aðrir á brettum og allir skemmtu sér vel. Einstaka starfsmaður stóð kyrr.
Með í för voru auk nemenda og starfsmanna nokkrir foreldrar og það munar avo sannarlega um að hafa þá með.
Allt gekk vel og þyngdarlögmálið virkaði alveg því allir sem fóru upp, komu niður aftur.
Myndaalbúmið er hérna en endilega klæðið ykkur vel áður en þið skoðið það.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is