Símakassi

Við höfum ákveðið að gera smávegilega breytingu á símareglunum en hingað til hafa nemendur á unglingastigi mátt vera með símann sinn í töskunni á skólatíma sem hefur oftar en ekki endað með því að nemendur eru með þá í vasanum.

Eins og við vitum öll þá eru þessi tæki víbrandi öllum stundum sem leiðir hugann frá því sem á að vera gera og klósettferðum snarfjölgar.

Þeir nemendur, í 5. - 10. bekk, sem velja að koma með síma í skólann þurfa frá og með mánudeginum 20. janúar að skila símanum í símabox í upphafi skóladags. Símarnir eru svo afhentir í lok skóladags.

Símakassinn verður geymdur inn á skrifstofu skólastjóra.  Ef nemendur þurfa að hringja þá er alltaf hægt að óska eftir að hringja úr skólasímanum.

Stöðugt fleiri rannsóknir sýna skaðleg áhrif mikillar farsímanotkunar, þá sérstaklega notkun samfélagsmiðla, á líðan barna og ungmenna og sömuleiðis á lestrarfærni. Það skiptir því miklu máli að samstaða sé milli heimila og skóla um að draga úr þeim tíma sem börn nota síma og samfélagsmiðla.

Eins og áður er nemendum í 1. - 4. bekk ekki heimilt að koma með síma í skólann.