Þá er síðasti skóladagurinn liðinn. Byrjað var í náttúruskoðun inn við Flögu í Breiðdal og gengið um svæðið. Það var ekki eins bjart yfir og hina dagana, en nemendur létu það ekki á sig fá og tóku fullan þátt. Í hádeginu var grill- og ísveisla. Að endingu fengu nemendur verðlaun fyrir vordaga, ásamt vitnisburði vetrarins. Í lokin voru tveir nemendur úr 10. bekk, útskrifaðir úr skólanum og óskum við þeim velfarnaðar á vegferð sinni framundan. Þeir færðu Björgvin Val, umsjónarkennara sínum þakklætisvott fyrir samstarfið. Að sjálfsögðu var það matarkarfa með "vegan" góðgæti. Björgvin Valur var að sjálfsögðu mjög hrærður og sáust tár á hvarmi. Hér má sjá myndir úr ferðinni.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is