Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóli hefur hafið samstarf við Breiðdalssetur. Samstarfið er fyrst og fremst hugsað til að auðga náttúrufræðiþekkingu á unglingastigi. Fyrsti samstarfsdagurinn var miðvikudagurinn 16. mars frá kl. 8.30-11.30.
Samstarfið mun svo halda áfram næstu tvo miðvikudaga og vera allt í allt þrjú skipti sem gerir þetta að tæplega 14 kennslustundum þegar allt er tekið saman.
María hjá Breiðdalssetri hefur tekið mjög vel á móti okkur og gert efnið áhugavert fyrir nemendur og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Vonandi munum við halda samstarfi áfram um ókomin ár.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is