Vordagar héldu áfram í dag og að þessu sinni vorum við á Stöðvarfirði. Á dagskrá voru ratleikur og hjólaþrautir og svo sund á eftir.
Krakkarnir voru eldsnöggir í gegnum ratleikinn en þar fengu þau vísbendingar í bundnu máli, átta talsins, og var þeim fyrirlagt að taka mynd af hópnum við staðina átta sem í vísbendingunum var að finna.
Hjólaþrautirnar gengu vel en á skólavellinum var komið fyrir þrautabraut sem allir áttu að hjóla í gegnum. Börnunum gekk misvel að fara í gegnum þrautirnar en að lokum stóðu uppi þrír sigurvegarar, einn af hverju stigi. Nöfn þeirra verða þó ekki gerð heyrinkunnung fyrr en á skólaslitunum sem verða á morgun og hið sama gildir um ratleikinn.
Að lokum er vert að geta þess að það blotnuðu allir sem fóru ofan í sundlaugina eða heita pottinn.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is