Nemendur 10. bekkjar í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla tóku þátt í hinni alþjóðlegu PISA-könnun í gær. Könnunin, sem er á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), er lögð fyrir á þriggja ára fresti og mælir lesskilning, stærðfræði- og náttúruvísindalæsi 15 ára nemenda.
Tilgangur könnunarinnar var að meta hæfni nemenda við lok grunnskóla og getu þeirra til að yfirfæra þekkingu sína á ný viðfangsefni. Niðurstöðurnar munu veita mikilvægar upplýsingar um stöðu íslenskra nemenda í alþjóðlegum samanburði.
Að lokinni könnun fengu nemendur vel verðskuldaða hressingu í formi pítsu og íspinna.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is