Vegna slæmrar veðurspár, fellur allur skólakstur í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla niður mánudaginn 10. október. Hvorki verður ekið milli byggðarlaganna né úr sveitinni, Skólahald verður eftir sem áður í heimaskólum nemenda og lýkur því kl. 12:15. Frístund og leikskóli verða starfrækt eins og venjulega.
Nauðsynlegt er að foreldrar og aðrir forráðamenn nemenda fylgist með veðurspá og meti sjálfir aðstæður og sendi þá ekki í skólann ef tvísýnt er um öryggi vegna veðurs.
Hér er að finna viðmið um skólakstur.
Þegar ekki er fært milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar, verður kennt á báðum stöðum og kennt eftir óveðursstundatöflu.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is