Öskudagur

Öskudagurinn fór ekki framhjá okkur fremur en endranær og að sjálfsögðu var sprellað og haft gaman.

Þegar mætt var í skólann kom í ljós að í hópnum voru margar furðuskepnur og nokkra nemendur vantaði.  Þegar kennararnir ætluðu að fara að gera veður út af því, var þeim góðfúslega bent á það að ef til væri samhengi á milli fjölda furðudýra og fjölda þeirra nemenda sem vantaði.

Kennararnir þóttust skilja það og allir undu glaðir við sitt.  Hérna eru nokkrar myndir frá öskudeginum.