Vortónleikar

Hljómsveitin Háralitirnir sló heldur betur í gegn.
Hljómsveitin Háralitirnir sló heldur betur í gegn.

Tónlistarskólinn var með vortónleika sína þetta árið fyrir nemendur frá Stöðvarfirði og Breiðdalsvík í skólanum á Stöðvarfirði.  

Þar var hvert atriði öðru betra og fjölbreytnin mikil.  Við tókum ekki upp hreyfimyndir eða hljóð en náðum ljósmyndum af öllum sem fram komu.

Tveir tónlistarkennarar láta af störfum við þessi tímamót; Hafþór Máni Valsson sem kennt hefur á gítar og sitthvað fleira og Navina Stefánsson sem kennir á píanó.  Við þökkum þeim ánægjulegt samstarf.  Þeirra verður sárt saknað og ef þið vitið um einhverja sem geta fyllt í skörðin sem þau skilja eftir sig, þá endilega hafið samband við hann Valdimar skólastjóra tónlistarskólans.  Netfangið er tonfast@fjardabyggd.is.

Takk fyrir þessa góðu tónleika, kæru nemendur og kennarar.

En við tókum myndir.  Gjössovel.