Litlu jólin 2021

Litlu jólin í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla verða haldin þann 16. desember í grunnskólanum og á leikskóladeildinni á Stöðvarfirði og 17. desember á leikskóladeildinni á Breiðdalsvík . Deildarstjórar leikskólans munu senda póst heim um nánara skipulag en dagskráin í grunnskólanum verður sem hér segir:

8.00-9.20 Samvera með umsjónarkennara

9.20-10.00 Frímó og nesti

10.00-12.00 Tarzan leikur í íþróttahúsi fyrir 1.-6. bekk og félagsvist fyrir 7.-10. bekk.

12.00-13.00 Jólamatur og frímó

13.00-14.00 Jólabingó (hver nemandi fær eitt spjald)

14.00-14.20 Jólapakkaafhending og dansað í kringum jólatréð

  • Við ætlum að halda áfram jólapökkunum, þ.e. að nemendur mæti með einn jólapakka að verðmæti allt að 800 kr. Þeim er svo ruglað og afhentir í dagslok. Annar pakkaruglingurinn er fyrir 1.-5.b og hinn fyrir 6.-10.b.
  • Nemendur þurfa ekki að mæta með skólatösku þennan dag. Kennarar sjá um annars konar námsefni.
  • Vinningar í jólabingóinu verða frá hinum ýmsu fyrirtækjum.
  • Jólaleyfið hefst 17. des. og stendur til og með 3. janúar. Þriðjudaginn 4. janúar byrjum við aftur og skv. venju byrjar skólinn 9.30, þennan fyrsta skóladag á nýju ári.
  • Ekki er gert ráð fyrir þátttöku neinna annarra, en nemenda og starfsfólks skólans.

Með kveðju,
starfsfólk skólans