Lestrarátak skólans í febrúar

Sigurvegararnir
Sigurvegararnir

Nú lestrarátaki skólans nýlokið.  Þrír hópar skólans tóku þátt, þ.e. Yngsta stig, Miðstig og Elsta stig.  Einnig fékk starfsfólk að taka þátt, en aðeins sem gestir og komu ekki til greina til verðlauna.  Markmið svona átaks er auka lestrarfærni nemandans ásamt því að efla áhuga á lestri góðra bóka.  Þetta er m.a. gert með yndislestri á hverjum degi í a.m.k. 20 mínútur.

Einstaklingsverðlaunin fékk Sólveig Björg Þórarinsdóttir (Y. st.) og las hún 465 bls.

Hópverðlaunin fékk Miðstigið og lásu nemendur þar að meðaltali 155 bls.