Leikskólinn á Stöðvarfirði - útskrift

Aðalsteinn tekur við gjöf frá Svandísi.
Aðalsteinn tekur við gjöf frá Svandísi.

S.l. fimmtudag buðu nemendur leikskóladeildarinnar, foreldrum og öðrum gestum í skólann til sín.  Þeir sungu nokkur lög, undir stjórn Svandísar deildarstjóra.  Svo útskrifaðist einn nemandi úr skólanum.  Það var hann Aðalsteinn Bjartur Þrastarson og hefur hann sína grunnskólagöngu, næsta haust og segist hann alveg vera tilbúinn í þá vegferð.  Á veggjum voru nokkur listaverk eftir nemendur.  Í lokin var boðið upp brauðbollur, skúffuköku og vínarbrauð.  Sjá myndir.