Hinn árlegi keppnisdagur var haldinn í gær. Við fengum góða heimsókn frá nemendum úr Breiðdalnum og tóku þeir fullan þátt í þessu með okkur. Keppnisgreinar að þessu sinni voru: útsvar, myndlist, þrautir, ratleikur/ljósmyndun, smíði og TurfHunt (snjalltækjaratleikur). Veðrið setti verulega strik í reikningin og rigndi mjög mikið þennan dag. Fóru því ratleikirnir fyrir ofan garð og neðan. Erfitt var að nota snjalltækin því rigningadroparnir opnuðu og lokuðu öppum. En, nemendurnir tóku þessu vel og gerðu gott úr þessu. Þessi dagur tókst vel og í lokin fengu allir ís og ískex, áður en haldið var heim á leið. Sjá myndir.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is