Jólaskraut

Í dag var skreytingadagur í skólanum en þar sem skólinn er í tveimur þorpum, skreyttu nemendur á hvorum stað sitt heimaskólahús.

Þetta er fyrsti hátíðisdagur jólanna hjá okkur og á meðan á skreytingu stóð, supu börnin á jólaöli, borðuðu peparkökur og mandarínur og hlustuðu á jólatónlist.

Ég veit að þið trúið því ekki en við tókum ljósmyndir fyrir ykkur að skoða.  Berið músina að þessum orðum, smellið og yður mun undraveröld opnast.