Jólamánuðurinn

Frá jóladeginum í fyrra
Frá jóladeginum í fyrra

Á starfsmannafundi í vikunni reyndum við að skipuleggja jólamánuðinn, út frá því ástandi sem við störfum í dag.  Skólinn verður sjálfur að koma að undirbúningi starfs, þar sem alla jafnan er fengin aðstoð foreldra.

4. des. Brd. og Stf.  Jólatréstendrun með þátttöku leik- og grunnskólabarna.  Hugmyndin er að byrja kl. 8.30 og í kjölfarið fá nemendur drykk og piparkökur.  Grunnskólinn er skiptur þennan dag og verða því tvær tendranir á sama tíma.  Þennan sama dag ætla grunnskólanemendur að skreyta skólann sinn.

9. des. Brd.  Jóladagurinn.  Hann hefur oftast verið tvöfaldur (hefðbundinn skóli fyrri hluta dags og smiðjur seinni hluta dags), en nú verða settar upp smiðjur á skólatíma.  Nánar auglýst síðar.

17. des.  Stf.  Litlu jólin.  Þessi dagur verður tvöfaldur.  Hefðbundinn skóladagur, jólamatur í hádeginu og "Litlu jólin" kl. 15.00.  Okkur langar til að beina því til heimila að nemendur verði í "betri" fötum allan daginn og ekki þurfi að fara heim til að hafa fataskipti.  Gert er ráð fyrir einni rútuferð þennan dag og henni seinki að sjálfsögðu.

18. des. Þá hefst jólaleyfið og stendur til og með 4. janúar.  Þriðjudaginn 5. janúar byrjum við aftur og skv. venju byrjar skólinn 9.40, þennan fyrsta skóladag á nýju ári.

Ekki er gert ráð fyrir þátttöku neinna annarra, en nemenda og starfsfólks skólans.