Við nemendur og starfsfólk Breiðdals- og Stöðvarfjarðar fáum tvo jóladaga ár hver.
Fyrir utan þann sem alltaf ber upp á 25. desember, höfum við einn dag á aðventunni sem við köllum líka jóladag en þá hittumst við og skreytum piparkökur, skerum og steikjum laufabrauð, föndrum, spilum á allskyns spil og höfum það kósý yfir jólamynd.
Þessi dagur var í gær, 7. desember, og þar sem ekki er hægt að segja frá honum nema í löngu máli, látum við myndirnar tala sín þúsund orð. Reyndar mörg þúsund orð því myndirnar eru fleiri en ein.
Ef þú vilt skoða þær, sem við mælum með að þú gerir, ertu komin(n) of langt því þú þarft að smella á næstu setningu fyrir ofan þessa.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is