Í dag var Jóladagur hjá Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla en hann höldum við um miðjan desember ár hvert.
Jóladagurinn fer þannig fram að nemendum er skipt í hópa og settar eru upp nokkrar stöðvar. Að þessu sinni var föndrað, piparkökur skreyttar, laufabrauð skorið, sápa gerð og spilað.
Í hádeginu elduðu í sameiningu aðstoðarskólastjóri og aldursforseti starfsliðsins pylsur/pulsur ofan í mannskapinn og var góður rómur gerður að. Höfðu margir á orði að betri pylsur/pulsur hefðu ekki komið inn fyrir þeirra varir.
Breiðdalsvík / Stöðvarfjörður Selnesi 25 / Skólabraut 20 Sími: grunnsk. 470 5570/475 9030 Sími: leikskóli 470 5566/475 9050 Netfang: sto@skolar.fjardabyggd.is |
Umsókn um leyfi og veikindatilkynning fer í gegnum Mentor: 470 5570/475 9030 / sto@skolar.fjardabyggd.is